fbpx

React framendaforritun

- Forritun og tölvur

Yfirlit

Á þessu námskeiði verður fjallað um HTML, CSS og JavaScript forritunarmálin og þeim beitt ásamt React umhverfinu til að skapa vefsíður og almenn notendaviðmót.

Þetta námskeið er verkefnadrifið og felst mest allur lærdómur í því að leysa verkefni.

Þetta námskeið hentar vel fyrir fólk sem hefur grunnþekkingu á vefsíðugerð og vill taka þá þekkingu á næsta stig. Góður undanfari fyrir þetta námskeið er Inngangur í vefforritun.

ATH: Hægt er að taka námskeiðið eitt og sér eða samhliða námskeiðunum Inngangur í almenna forritun, Inngangur í heim gagnagrunna, Inngangur í leikjaforritun, Inngangur í vefforritun, NodeJS bakendaforritun og Unity leikjaforritun. Hægt er að finna þau námskeið hér. 

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er að fullu í fjarnámi

Efnisskrá

Kennsluefni verða myndbönd á íslensku, glærur, verkefni og annað hjálparefni á kennsluvef HA.
Einnig mun fólk hafa aðgang að umræðuvefnum Discord þar sem það getur sent inn
spurningar og fengið aðstoð frá leiðbeinanda og samnemendum. Allar verkefnalausnir
eru í formi myndbanda og einnig verður allur kóði námskeiðsins aðgengilegur.


Gert er ráð fyrir því að fólk eyði a.m.k. 10 tímum á viku í námskeiðið.

Dagskrá

Námskeiðið er alls 3 vikur.

Kennarar

Umsjónamaður: Ólafur Jónsson – Verkefnastjóri tölvunarfræðináms við HA
Kennari: Rúnar Vestmann – Nemandi í tölvunarfræði.

Kostnaður

Skráningargjald er kr. 18000.- sem greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.

 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða