fbpx

Röskun á einhverfurófi – grunnnámskeið

- Uppeldi og kennsla

Yfirlit

Námskeið í samstarfi við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Námskeiðið er ætlað aðstandendum og starfsfólki sem sinnir umönnun, þjálfun og kennslu barna á einhverfurófi.

Námskeiðið er einnig í zoom ef óskað er.

Efnisskrá

Fjallað er um einhverfurófið, helstu einkenni einhverfu og birtingarform þeirra, greiningu, álag á fjölskylduna og samstarf foreldra og fagfólks.
Námskeiðið byggist aðallega á fyrirlestrum og umræðum, auk fræðslumyndbanda. Námskeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið í fræðslu um einhverfu og grunnur að öðrum námskeiðum með afmarkaðari viðfangsefnum. Kennslu- og meðferðarleiðir verða til dæmis ekki kynntar á þessu námskeiði.

Markmið
Að þátttakendur:
• auki þekkingu sína á einhverfurófinu
• þekki hvað felst í greiningu á einhverfu
• auki skilning sinn á þörfum þessa hóps barna og fjölskyldna þeirra og hvað felst í góðri þjónustu
• þekki mikilvægi samstarfs fagfólks og foreldra

Dagskrá

Tími: Fös. 21. feb. kl. 9-15:00. 
Staður: Stofa L203 á Sólborg HA.

Kennarar

Guðrún Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi, Ingibjörg Bjarnadóttir barnalæknir og Svandís Ása Sigurjónsdóttir sálfræðingur.

Kostnaður

Almennt verð er 25.000 kr. en verð til foreldra og náinna aðstandenda er 7.000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða