fbpx

Rýnt í mynstur fjölskyldna

- 100% fjarnám

Yfirlit

Fjölskylda hvers einstaklings er órjúfanlegur þáttur af hans þroskaferli. Námskeiðið Rýnt í mynstur fjölskyldna fjallar um fjölskylduna sem kerfi og hvernig megi nýta styrkleika fjölskylduarfsins einstaklingum til heilla. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem starfa með fjölskyldum s.s. starfsfólki félagsþjónustu og heilsugæslu.

Hagnýtar upplýsingar

Námskeiðið er í senn fræðilegt og hagnýtt. Fjallað verður um fræðilegar kenningar um fjölskylduna ásamt því að kenna hagnýtar leiðir til bættrar þjónustu fyrir einstaklinga.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er kennt á Zoom

Efnisskrá

Meðal þess sem fjallað er um á námskeiðinu er:

  • Fjölskyldan sem kerfi
  • Myndræn framsetning fjölskyldutrés (Genogram)
  • Þríhyrningar í fjölskyldum
  • Tengsl í fjölskyldum
Dagskrá

Mánudaginn  28. nóvember, 2022 frá kl. 12 - 16

Kennarar

Ásdís Ýr Arnardóttir, fjölskyldufræðingur, er kennari námskeiðsins. Hún er sjálfstætt starfandi fjölskyldufræðingur og kennari. Hún hefur lokið BA prófi í uppeldis- og menntunarfræðum, MA í fötlunarfræðum, kennsluréttindanámi og diplóma í fjölskyldumeðferð.

Ásdís Ýr hefur áratuga langa reynslu af kennslu og störfum í velferðarþjónustu. Hún hefur starfað í félagsþjónustu og barnavernd ásamt því að sinna stundakennslu í félagsráðgjöf og uppeldis- og menntunarfræði.

 

Kostnaður

Verð: 19.900,- 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða