Sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðuð þjónusta

- ECTS námskeið

Yfirlit

Námskeiðið er einnig í fjarkennslu og fyrirlestrar teknir upp.

Námskeið - 10 ECTS ein.  á framhaldsstigi í samstarfi við heilbrigðisvísindasvið.

Meginviðfangsefni námskeiðsins er sálræn áföll og ofbeldi. Námskeiðið byggir á þverfaglegri nálgun á sviði heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda og laga. Með því að samþætta þekkingu og reynslu fleiri fagstétta og vísindasviða öðlast nemendur innsýn í heildræna og þverfaglega þekkingu og nálgun. Áhersla er á forvarnir, einkenni, afleiðingar og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum og ofbeldi, með það að markmiði að efla einstaklinga á öllum sviðum.

Fjallað er um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni s.s. líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar og þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Greiningar- og úrvinnsluferli eru skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hlutverk fagfólks, skjólstæðinga og aðstandenda í því samhengi eru einnig skoðuð. Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla og ofbeldis á samfélagið og leiðir sem stuðla að skilvirkari og árangursríkari þjónustu.

Efnisskrá

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

  • Geta gert grein fyrir einkennum og afleiðingum sálrænna áfalla og ofbeldis og hvaða meðferðarúrræði eru í boði,
  • geta fjallað um skammtíma og langvinnar afleiðingar sálrænna áfalla og ofbeldis fyrir líkama, sál, félagslegt umhverfi og samfélagið í heild,
  • kunna skil á þeim mismunandi aðferðum sem beitt er og leiðum sem notaðar eru til úrvinnslu og stuðla að virkri þátttöku einstaklingsins,
  • þekkja helstu leiðir í þverfaglegri samvinnu mismunandi fagstétta, ásamt skjólstæðinga og aðstandenda,   
  • geta rætt hvaða áhrif og afleiðingar sálræn áföll og ofbeldi geta haft á heilsufar og líðan og vita hvert skal vísa einstaklingum með slíka reynslu til markvissrar úrvinnslu,
  • þekkja helstu leiðir til forvarna og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið í heild,
  • þekkja hvernig lagakerfið virkar fyrir þolendur ofbeldis, helstu dóma sem hafa fallið á því sviði og hvernig stjórnsýslukerfið virkar.
Dagskrá

Námskeiðið er þrjár lotur, alls 30 kennslust. 

Kennsluáætlun:

Lota I -  Fim. 12. sept. kl. 12:35-17 og  fös. 13. sept. kl. 8:10-12:30
Dagskrá: Kynning á námskeiðinu og verkefnum. Sálræn áföll og ofbeldi, skilgreiningar, einkenni, forvarnir, áhrif á heilsufar og tengsl við ónæmiskerfið.

Lota II - Fim. 10. okt. kl. 12:35-17 og fös. 11. okt. kl. 8:10-12:30 
Dagskrá: Sálræn áföll, áfallstreituröskun og úrræði. Áfallamiðuð þjónusta, heildræn meðferðarúrræði. Sálræn áföll, ofbeldi og jaðarhópar og vöxtur eftir áföll.

Lota III - Fim. 14. nóv. kl. 12:35-17 og fös. 15. nóv. kl. 8:10-12:30
Dagskrá: Aðgerðir og aðgerðaáætlanir gegn ofbeldi, kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndu; málsmeðferð og dómar, mennta- og löggæslukerfið.

Námsmat: Nemendur geta skráð sig í eina, tvær eða þrjár lotur, ásamt því að geta valið um að taka námskeiðið án eininga eða taka það til 5 eða 10 eininga. Munurinn liggur í verkefnaskilum, nemandi sem tekur 5 einingar skilar 50% af verkefnum.  

Stofur. L101 þann 12., N201 þann 13., L101 þann 10., N202 þann 11., L201 þann 14. og L203 þann 15. á Sólborg HA.

Kennarar

Umsjón: Dr. Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor, heilbrigðisvísindasviði HA. Netfang: sigrunsig@unak.is

Umsjón með verkefnum (EF tekið er til eininga): Karen Birna Þorvaldsdóttir, BA í sálfræði, MSc í heilbrigðisvísvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi.

Aðrir kennarar: Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor, heilbrigðisvísindasviði HA, Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MSc í heilbrigðisvísindum og doktorsnemi við HA, Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lögfræðingur, dósent við HR og verkefnastjóri í Dómsmálaráðuneytinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Akureyri. Ásamt fleiri stundakennurum sem kynntir verða síðar.

Kostnaður

Verð: 60.000 kr.
Ef tekið er eitt skipti af þremur kostar það 25.000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða