fbpx

Sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðuð þjónusta

- ECTS námskeið

Yfirlit

Námskeiðið hefur verið í boði á heilbrigðisvísindasviði HA og var eitt fyrsta námskeiðið sem boðið var upp á í framhaldsnámi við HA þvert á svið, í samstarfi við Hug- og félagsvísindasvið. Námskeiðið byggir á þverfaglegri nálgun á sviði heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda og laga.

Námskeiðið er ígildi ECTS eininga (val er um 5 eða 10 ECTS) þó þarf að sækja um að fá það metið hjá viðkomandi deild.

Hagnýtar upplýsingar

Námsmat eða hæfnismat: Verkefni unnin í tengslum við námsefnið. Námskeiðið er byggt upp sem 5 og 10 ECTS í framhaldsnámi, einnig er hægt að taka námskeiðið til færri eininga og skila þá hluta verkefna eða sitja námskeiðið án þess að taka til einingar.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er í fjarkennslu og fyrirlestrar teknir upp ásamt því að boðið verður upp á fjarfundi í gegnum Zoom fyrir þá nemendur sem hyggjast skila verkefnum.

Efnisskrá

Meginviðfangsefni námskeiðsins er sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðuð þjónusta. Með því að samþætta þekkingu og reynslu fleiri fagstétta og vísindasviða öðlast nemendur innsýn í heildræna og þverfaglega þekkingu og nálgun. Áhersla er á forvarnir, einkenni, afleiðingar og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum og ofbeldi, með það að markmiði að efla einstaklinga á öllum sviðum.
Fjallað er um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni s.s. líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar og þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Úrvinnslu- og meðferðarferli eru skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hlutverk fagfólks, skjólstæðinga og aðstandenda í því samhengi eru einnig skoðuð.
Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla og ofbeldis á samfélagið og leiðir sem stuðla að skilvirkari og árangursríkari þjónustu. Brot í nánum tengslum (heimilisofbeldi) og kynferðisbrot eru skoðuð frá sjónarhóli refsiréttar, fjallað um umbætur í löggjöf til að styrkja vernd þolenda þessara brota og nýlegar umbætur innan refsivörslvörslukerfisins til að mæta þörfum þeirra við rannsókn og meðferð mála. Þá verður áhersla lögð á stefnu og viðbrögð stjórnvalda til að styrkja þolendur kynbundins ofbeldis á Íslandi og aðstoð við þá.  

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

  *   Geta gert grein fyrir einkennum og afleiðingum sálrænna áfalla og ofbeldis og hvaða meðferðarúrræði eru í boði,
  *   geta fjallað um skammtíma og langvinnar afleiðingar sálrænna áfalla og ofbeldis fyrir líkama, sál, félagslegt umhverfi og samfélagið í heild,
  *   kunna skil á þeim mismunandi aðferðum sem beitt er og leiðum sem notaðar eru til úrvinnslu og stuðla að virkri þátttöku einstaklingsins,
  *   þekkja helstu leiðir í þverfaglegri samvinnu mismunandi fagstétta, ásamt skjólstæðinga og aðstandenda,
  *   geta rætt hvaða áhrif og afleiðingar sálræn áföll og ofbeldi geta haft á heilsufar og líðan og vita hvert skal vísa einstaklingum með slíka reynslu til markvissrar úrvinnslu,
  *   þekkja helstu leiðir til forvarna og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið í heild,
  *   þekkja hvernig lagakerfið virkar fyrir þolendur ofbeldis, helstu dóma sem hafa fallið á því sviði og hvernig stjórnsýslukerfið virkar.

Inntökuskilyrði

Markhópur námskeiðs er fagfólk og nemar innan heilbrigrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda, löggæslu og laga. Námskeiðið er á framhaldsnámsstigi og hægt að fá metið til eininga, með því að skila verkefnum.

Dagskrá

Tími: Febrúar til maí.

Kennarar

Kennarar: Með umsjón námskeiðs fer Dr. Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.

Kostnaður

Verð: 75.000 kr.

Umsagnir um námskeið
  • Lærði fullt um hvernig áföll hafa áhrif á líf okkar, hvernig við ættum að innleiða áfallamiðaða þjónustu
  •  Að sjá og heyra hvað menntasamfélagið er að gera frábæra hluti varðandi þennan málaflokk. Eins hvað lögreglan og dómstólar eru að gera.
  • Ég lærði hvað áföll hafa víðtæk áhrif á líkama og sál einstaklinga. Hver og ein kennslustund gaf mér meiri áhuga á að fræðast meira um áhrfi áfalla í lífi einstaklinga.
  • Ég lærði ótrúlega mikið af þessu námskeiði, það voru fullt af áhugaverðum fyrirlestrum og fyrirlesurum. Ég mun taka þessa þekkingu með mér út í lífið til að deila með öðrum og nýta þær sjálf og í starfi.
Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða