Samtal við íbúa á umbreytingatímum – örnámskeið fyrir stjórnendur sveitarfélaga

- Stjórnun og færni

Yfirlit

Sveitarfélög munu á næstu misserum standa frammi fyrir ýmsum erfiðum ákvörðum, sem hafa áhrif á íbúa og samfélag. Að sama skapi má búast við að þörf og krafa íbúa til að fá upplýsingar og vera með í ráðum fari vaxandi. Með því að eiga samtal við íbúa um afmörkuð málefni eða almenna stöðu, öðlast stjórnendur skýrari sýn á mál og samfélagið verður sterkara. En til að náist árangur þarf að vanda til verka, en jafnframt gæta að kostnaði og flækjustigi.

Hagnýtar upplýsingar

Á námskeiðinu verður fjallað um hvað þarf til að samráð við íbúa skili árangri. Litið verður yfir reynslu af samráði sveitarfélaga hér á landi á undanförnum árum og velt upp möguleikum til að taka smærri og skilvirkari skref. Fjallað er um helstu forsendur árangursríks samráðs, samkvæmt alþjóðlegum og fræðilegum viðmiðum. Vísað er til möguleika sveitarstjórna, sem þess valdstigs sem stendur íbúum næst, til að vinna með samfélaginu á umbreytingatímum. Lögð er áhersla á mikilvægi undirbúnings innan sveitarfélagsins og síðan einfaldar og skilvirkar leiðir við framkvæmd samráðs.

Fyrirkomulag fjarnáms

Fjarkennsla í gegnum zoom. Glærur verða sendar til þátttakenda í tölvupósti að námskeiðinu loknu. Námskeiðið verður ekki tekið upp.

Efnisskrá

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Tilgangur samtalsins og tengsl við ákvörðun.
  • Hverjir þurfa að koma að samtalinu.
  • Hversu mikil völd á að setja í hendur þátttakenda.
  • Samtal og hvað svo?

Ávinningur:

  • Skilningur á forsendum vandaðs þátttökuferlis og helstu annmörkum.
  • Færni til að meta hvenær hentar að opna samtal og hvenær ekki.
  • Víðari sýn á möguleika og tækifæri.
Inntökuskilyrði

Námskeiðið er ætlað kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og æðstu stjórnendum sveitarfélaga. Það er, þeim sem taka ákvarðanir um hvort eigi að opna samráð við íbúa, hvort heldur er um tiltekin málefni, eða almennt. 

Dagskrá

Tími: Fim. 28. jan. kl. 16 -17.30.

Kennarar

Sigurborg Kr. Hannesdóttir, MSc, hefur sérhæft sig í þátttöku almennings og hefur starfað á því sviði með sveitarfélögum og stofnunum víða um land. Hún hefur einnig reynslu af setu í sveitarstjórn.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða