Sáning og ræktun kryddjurta og matjurta

- Umhverfi og ræktun

Yfirlit

Námskeiðið er einnig í fjarkennslu með zoom ef óskað er.

Á þessu námskeiði er fjallað um sáningu og ræktun algengra og auðræktanlegra kryddjurta og matjurta. Sagt er frá mismunandi tegundum og afbrigðum og á hvaða árstíma er vænlegast að sá til hverrar tegundar. Þátttakendur fá fræðslu um hvaða ræktunaraðstæður og hvaða aðföng þarf til að ná góðum ræktunarárangri.

Efnisskrá

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Ferlið frá sáningu að neyslu og geymslu
  • Almennt um sáningu, ræktunaraðstæður og aðföng
  • Matjurtir, tegundaval, afbrigði og sáðtíma
  • Kryddjurtir, tegundaval, afbrigði og sáðtíma
  • Hersla og undirbúningur útplöntunar
  • Undirbúningur jarðvegs, áburður, útplöntun og vökvun
  • Umhirða eftir útplöntun
  • Dæmi um notkun basiliku og sýndar ljósmyndir

Ávinningur þinn:

Meiri færni í að stunda farsæla ræktun, velja réttar tegundir og fá holla og góða uppskeru. Kolefnisfótspor minnkar við heimilisræktun. Grænmetisræktun er holl og góð útivera sem tilvalið er að gera að skemmtilegu fjölskylduverkefni.

Þátttakendum bjóðast bækurnar Garðverkin og Trjáklippingar á tilboðsverði.

Dagskrá

Tími: Laugardagur 23. maí (30. maí til vara)  kl. 10-12.

Kennarar

Steinn Kárason garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum. Hann hefur kennt um langt árabil við Garðyrkjuskólann, Háskólana á Akureyri og Bifröst m.a. um garðyrkju, umhverfis- og auðlindahagfræði og haldið fyrirlestra víða um land.

Upphafsdagur
Upphafsdagur23 Maí 20
Tímalengd
Verðkr 8.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða