fbpx

Skilvirk verkefnastjórnun

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Er markmiðið á hreinu?

Hvers vegna hafa mikilvæg verkefni tilhneigingu til að renna út í sandinn?
Hvers vegna daga umbætur uppi?
Hvers vegna lognast sprotafyrirtæki út af?

Skilvirk verkefnastjórnun er vitanlega nauðsynleg. En hún er ekki nægjanleg. Það sýnir reynslan.

Til að verkefni heppnist þarf fleira til.

  • Í fyrsta lagi verður að liggja fyrir skýr sameiginleg sýn á endanlegt markmið verkefnisins, og ekki síður hvernig það tengist markmiðum þess fyrirtækis eða stofnunar sem verkefnið tilheyrir. Jafnframt þarf að tryggja að verkefnið þenjist ekki út og fari að innifela alls kyns þætti sem ekki eru markmiðinu nauðsynlegir. Upp á þetta vantar mjög oft.
  • Í öðru lagi geta verkefni runnið út í sandinn vegna dulinna hindrana, sem geta jafnt verið skipulagslegar og einstaklingsbundnar.

Að baki slíkum hindrunum liggja oft faldar mótsagnir, sem leysa verður til að verkefnið takist.

Logical Thinking Process aðferðafræðin er öflugt tæki til að skilgreina markmið og leiðina að því, draga fram undirliggjandi vandamál, draga mótsagnir upp á yfirborðið og leysa úr þeim, og marka veginn fram á við á grunni skýrra röktengsla.”

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er aðeins í fjarkennslu í zoom vegna aðstæðna í samfélaginu.

Efnisskrá

Efni námskeiðs:

Kynning á Logical Thinking Process aðferðafræðinni og dæmi um notkun.
Kynning á markmiðstrénu, dæmi um notkun, leiðbeiningar.
Þátttakendur útfæra eigin markmiðstré með stuðningi leiðbeinanda.
Þátttakendur og leiðbeinandi yfirfara markmiðstré allra í sameiningu.
Næstu skref eftir að markmiðstré hefur verið útfært.

Að námskeiði loknu hafa þátttakendur:

Góða innsýn í notkun Logical Thinking Process aðferðafræðinnar.
Góða þekkingu á tilgangi og notkun markmiðstrés.
Reynslu af að móta markmiðstré frá grunni.
Reynslu af að yfirfara og gagnrýna markmiðstré annarra.

Dagskrá

Markmiðstréð er fyrsta og mikilvægasta skrefið í Logical Thinking Process aðferðafræðinni, sem er frábært stuðningstæki innan ramma Lean. Aðferðafræðin felur í sér fimm þrepa ferli, byggt á röklegri nálgun, til að móta stefnu, finna rætur vandamála, leysa úr togstreitu og útfæra lausnir.

Á þessu námskeiði fá þátttakendur þjálfun í að nota markmiðstré (Goal Tree) til að skilgreina skýr markmið og greina nákvæmlega hvað þarf til að ná þeim. Markmiðstréð grundvallast á nauðsynjatengslum og nýtist því vel til að skerpa á áherslum á það sem raunverulega skiptir máli, en útiloka óþarfa þætti. Vel unnið markmiðstré verður vegvísir fyrir alla þá sem koma að verkefninu. Myndræn og skýr framsetning veldur því að markmiðstréð er frábært tæki til að kynna og skapa hnitmiðaða umræðu um markmiðið. Að lokum má nýta markmiðstréð til að mæla framvindu verkefnisins.

Dæmi um viðfangsefni sem markmiðstré hentar vel til að leysa:

  • Stefnumótun fyrirtækis/stofnunar
  • Uppbygging og þróun sprotafyrirtækja
  • Þarfagreining og innleiðing og endurskoðun kerfa og vinnuferla.
  • Umbótastarf innan fyrirtækja og stofnana
  • Umbreyting (til dæmis stafræn umbreyting)

Einingar FVB: 15

Tími: Fim. 2. apríl kl. 9-16.

Kennarar

Þorsteinn Siglaugsson BA í heimspeki frá HÍ og MBA próf frá INSEAD. Hann hefur fjölbreytta reynslu af stjórnun, ráðgjöf og greiningarvinnu. Þorsteinn er jafnframt framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sjónarrönd ehf. sem sérhæfir sig í áætlanagerð fyrirtækja og stofnana. Hann er stjórnarmaður í stefnumótunarhópi Stjórnvísi, fastur greinahöfundur á FP&A Trends.com. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í Logical Thinking Process aðferðafræðinni og náinn samstarfsmaður höfundarins, H. William Dettmer. Hann hefur undanfarið kennt námskeið í stefnumótun, áætlanagerð og úrlausn vandamála bæði hér heima og erlendis.

Kostnaður

45.000 kr.

Umsagnir um námskeið

·   Að nýta mér hagnýt tól, sem kennarinn kynnti fyrir okkur, til að koma verkefnum í framkvæmd
·   Setja markmið og undirmarkmið og tengingar
·   Rökhugsun – leita að því hvar vandamálin liggja
·   Fékk góð verkfæri í hendur til að skila af mér markvissar verkefnastjórn
·   Gagnrýna hugsun og að þekkja mun á markmiði og leiðinni að markmiði

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða