fbpx

Slá í gegn

- Heilsa og samfélag

Yfirlit

Viltu geta haldið tækifærisræðu í veislu fyrirtækisins, eða hjá vini eða ættingja? Óttastu skjálfta í hnjám, svita á vör og titring í röddu? Óttastu að gleyma öllu sem þú ætlaðir að segja þegar þú stígur á svið eða hreinlega að missa athygli áhorfandans? Við getum hjálpað þér að sigrast á öllum þessum ótta með einfaldri en áhrifaríkri tækni leikarans sem hefur staðist tímans tönn í aldaraðir.

Á þessu þriggja vikna námskeiði munu mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz fara í gegnum þau helstu tæknilegu og tilfinningalegu atriði sem nauðsynleg eru til að ná fullkomnu valdi á framkomu í hvaða formi sem er.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námið fer fram á netinu og samanstendur af uppteknum fyrirlestrum, zoom fundum og endurgjöf til nemenda kjósi þeir að senda inn video upptökur af sjálfum sér í lok námskeiðs.

Viljum við ekki öll slá í gegn?

Efnisskrá

Námsefnið hentar hverjum þeim sem hefur áhuga á að bæta framkomutækni sína eða læra hana alveg frá grunni. Þetta námskeið er hugsað fyrir almenning burt séð frá aldri, kyni, bakgrunni eða menntun og hentar einnig stjórnendum, millistjórnendum eða starfsmönnum fyrirtækja og félagasamtaka.

Markmið námskeiðsins er að aðstoða alla þá sem hafa áhuga á að geta talað fyrir framan hóp af fólki, haldið tækifærisræðu eða slegið á létta strengi í afmælum, brúðkaupsveislum, árshátíðum eða fundum. Til grundvallar er stuðst við aldagamla og viðurkennda tækni leikarans. Hluti af námsefninu hefur verið kennt í öllum helstu stórfyrirtækjum landsins auk þess sem hluti af því er kennt í Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar tvisvar á ári.

Dagskrá

Tveir Zoom fundir með kennurum verða í boði fyrir nemendur á meðan á námskeiðinu stendur. Tímasetning auglýst síðar. 

 

Fundirnir verða eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur. 

Kennarar

Edda Björgvinsdóttir hefur áratuga reynslu af tjáningu og framsögn bæði í ræðu og riti. Um árabil hefur hún komið fram á fjölum allra helstu leikhúsa hér á landi auk þess að hafa leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina. Síðustu ár hefur Edda haldið námskeið og fyrirlestra um húmor í stjórnun og tjáningu fyrir velflest stórfyrirtæki og stéttarfélög landsins. Á námskeiðunum er meðal annars boðið upp á ýmis konar þjálfun í tjáningu, ræðumennsku, sjálfsstyrkingu, þjónustulund, húmor sem samskipta- og stjórntæki, heilsueflingu, leikræna tjáningu og framsögn. Edda er með M.A. í Menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst auk Diplómu í Jákvæðri Sálfræði frá Háskóla Íslands. Edda kennir áfangann Tjáning og tækni leikarans í Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar á hverju ári ásamt Björgvini Franz.

Björgvin Franz Gíslason hefur starfað sem leikari síðan hann brautskráðist frá Listaháskóla Íslands 2001. Síðan þá hefur hann leikið hin ýmsu leikhlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Íslands og Senu. Einnig starfaði hann um árabil sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV sem umsjónarmaður Stundarinnar Okkar, auk þess að starfa sem talsetjari teiknimynda hjá Stúdíó Sýrlandi. Þar sá hann einnig um að leikstýra, þýða og kenna fullorðnum leiklist og talsetningu. Björgvin er með BFA gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands, auk þess að að vera með MLS gráðu frá Háskólanum í Minnesota þar sem hann stundaði þverfaglegt nám. Björgvin kennir áfangann Tjáning og tækni leikarans í Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar ásamt Eddu Björgvins.

Kostnaður

Námskeiðsgjald kr. 45000.- greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.

Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða