fbpx

Spænska I

- Tungumál

Yfirlit

Mögulegt er að taka þátt í námskeiðinu í fjarveru - róbót

Námskeiðið leggur áherslu á að byggja upp hagnýtan orðaforða í spænsku með lestri, hlustun og  munnlegum og skriflegum æfingum.
Aðaláherslan er þannig sett  á að nemendur tileinki sér tungumálið og fái á sama tíma innsýn í helstu siði og menningu spænskumælandi landa.

Námskeiðið hentar vel byrjendum sem og þeim sem hafa einhverja undirstöðu í málinu.

Tími: Þri. 3. sept. til 3. des. kl. 16:30-18- alls 28 tímar.

Stofa: M203 á Sólborg HA - 2. hæð

Efnisskrá

Markmiðið er að við lok námskeiðs hafi nemendur öðlast grunnskilning á málinu í ræðu og riti, geti átt einföld samskipti á spænsku og hafi nokkra innsýn inn í hinn spænskumælandi heim.

 

Dagskrá

Kennsluefni:Spanish For beginners: Hola Lola. Learn Spanish by Reading (Spanish edition). Höf. Juan Fernández. Hún er einnig til í Kindle útgáfu og er fáanleg á Amazon, bæði því breska og því bandaríska. Hún kostar milli 800-1000 isk (fer eftir frá hvaða landi hún er keypt) og með sendingarkostnaði alls uþb. 1500-1800 isk. Kindle útgáfan er mun ódýrari, milli 300-500 isk (fer eftir í hvoru landinu maður pantar ). Námið leggur upp með að nemdnur vinni einhverja heimavinnu. Stuðst er við Evrópska Tungumálarammann við kennsluna og er efnið getuskipt eftir því. 

Námskeiðið er 28 kennslustundir.

Kennarar

Auður Inga Ólafsdóttir spænskukennari í VMA.

Kostnaður

63.000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða