Starfsefling og skólasamfélag SOS1510 vor 2021

- Uppeldi og kennsla

Yfirlit

Námskeiðið er 10 ECTS eininga á MA stigi í kennaradeild (framhaldsnámsstig) og hentar reyndum kennurum og stjórnendum með bakkalárpróf (forkröfur).

Tilgangur námskeiðsins að efla þekkingu skólasamfélagsins á leiðsögn og leiðsagnarhlutverkinu og á hvern hátt leiðsögn getur verið þáttur í þróun skóla og starfseflingu kennara. Fjallað er um leiðir til að móta og þróa lærdómssamfélag sem tæki til umbóta í skólastarfi. Rætt er um starfsþróun og helstu álitamál, tækifæri og áskoranir í starfi kennara. Í samvinnu við nemendur er leitað leiða til að stuðla að uppbyggjandi/styðjandi leiðsögn til starfseflingar og starfþroska nýliða og fjallað um mikilvægi samstarfs allra hagsmunaaðila, s.s. kennara, stjórnenda, kennaramenntastofnana, skólayfirvalda og samtaka kennara og einstakra skóla.

Sjá nánar á:  https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86388320210&namskra=0

Hagnýtar upplýsingar

Námskeiðið er próflaust en námsmat er byggt á nokkrum verkefnum, svo sem ígrundunardagbókum, málstofu og ritgerð, kynningum og viðtölum.

Í námskeiðinu verður stuðst við eftirfarandi grunnefni:

Hargreaves, A. og Fullan, M. (2012). Professional capital. Transforming teaching in every school. New York og London: Teachers College Press.

Heikkinen, H., Jokinen, H., og Tynjälvä, P. (ritstjórar). (2012). Peer-group mentoring for teacher development. London og New York: Routledge.

Dagskrá

Námskeiðið er byggt upp á þremur staðlotum; í janúar, febrúar og mars og er fyrirkomulag.  Lota 1 verður í vikunni 18.-24. janúar, lota 2 í vikunni 1.-5. mars  og lota 3 í vikunni 12.- 16. apríl.  Kennt er tvo hálfa daga í hverri lotu (fyrir hádegi annan daginn og eftir hádegi hinn).

Í lotunum sjálfum er einhver áhersla lögð á fyrirlestra en ekki síður er kennslan byggð upp á umræðum sem tengjast lesefni námskeiðsins. Lögð er áhersla á að nemendur séu sem virkastir í tímum og í veflægum umræðum þess á milli.

Kennarar

Umsjónarkennari: Birna María Svanbjörnsdóttir lektor Hug- og félagsvísindasviðs HA.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða