fbpx

Stjórnarhættir fyrirtækja

- Einingabær námskeið í samstarfi við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Yfirlit

Athugið að námskeiðið er kennt á ensku.

Stjórnarhættir í fyrirtækjum er mjög mikilvægur þáttur í stjórnun þeirra. Stjórnarhættir fyrirtækja eru safn aðferða sem notaðar eru til að tryggja hag fjárfesta og vinna að virkum samskiptum við aðra hagsmunaaðila sem og til að ákvarða og stjórna stefnumótun og árangri fyrirtækis. Virði fyrirtækis veltur því að miklu leyti á góðum stjórnarháttum. Þetta námskeið býður upp á margvíslega en nauðsynlega þekkingu á stjórnarháttum fyrirtækja, þar á meðal:

 • Stjórnir fyrirtækja: skyldur þeirra og ábyrgð, val á þeim og uppbygging .
 • Forstjórar: val á þeim, velta og endurnýjun.
 • Umbun og hvatar.
 • Markaður fyrir stjórnarhætti fyrirtækja.
 • Hlutverk hluthafa og annarra hagsmunaaðila.
 • Upplýsingagjöf fyrirtækja og gegnsæi.
 • Stjórnarhættir fyrirtækja og skilvirkni þeirra í alþjóðlegu samhengi.
 • Siðferði fyrirtækja og samfélagsleg ábyrgð.

Í námskeiðinu munu nemendur kynnast mikilvægum kenningum um stjórnarhætti fyrirtækja, til dæmis umboðskenningunni, ráðsmannskenningunni auk kenningarinnar um gagnkvæmt hæði.

Hæfniviðmið:

Að námskeiðinu loknu ættu nemendur að geta:

 • Þekkt og rætt mögulega hagsmunaárekstra milli stjórnenda (forstjóra) og hluthafa, sem og meðal hluthafa.
 • Útskýrt og rætt hvers vegna stjórnarhættir fyrirtækja eru mikilvægir fyrir þau.
 • Lýst meginreglum um stjórnarhætti fyrirtækja og einkennum þeirra.
 • Rætt, útskýrt og greint hvað teljast „góðir“ og „slæmir“ stjórnarhættir fyrirtækja
 • Gagnrýnt og greint ítarlega aðferðir við stjórnarhætti fyrirtækja.
 • Réttlætt og gert grein fyrir mismunandi tegundum stjórnarhátta.
 • Notað kenningar um stjórnarhætti fyrirtækja til að þróa fræðilegan ramma fyrir meistararitgerðir.
 • Beitt kenningum um stjórnarhætti fyrirtækja við raunveruleg mál og aðstæður.
 • Miðlað með nákvæmum hætti, fræðilegum grunni stjórnarhátta fyrirtækja á yfirstjórnarstigi.
 • Aðstoðað fyrirtæki við uppbyggingu eða samsetningu stjórnar og móta góða stjórnunarhætti.
 • Hjálpað fyrirtækjum að hanna góð árangursmælitæki og umbunarpakka til stjórnenda.
 • Hjálpað fyrirtækjum að hafa og rækta tengsl við aðra hagsmunaaðila.

 

As in many graduate courses, no single textbook is specified for this course. Reading materials include a collection of research articles, book chapters, and/or cases will be posted on Canvas. These materials will be described in the syllabus before the course starts.

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa lokið B.S. eða B.A. gráðu til að fá inngöngu í þetta námskeið. 

Kennarar

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða