fbpx

Stjórnun álags og streitu

- Stjórnun og færni

Yfirlit

Streita er einkenni dagslegs lífs, öll upplifum við streitu. Fólk er þó mismunandi vel í stakk búið til að mæta álagi. Sumir ná að halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið. Það er líka einstaklingsbundið í hve langan tíma við þolum streitu. Fyrst þegar streituástand er orðið langvarandi og farið upp fyrir streituþol okkar fer það að hafa neikvæð áhrif á frammistöðu okkar og vellíðan.

Til eru nokkrar skilgreiningar á hugtakinu streita. Sumir vísa í ógnandi þætti eða atburði í umhverfinu sem hafa áhrif á okkur. Aðrir líta á streitu sem viðbragð líkamans við álagi og streituvaldandi aðstæðum. Viðbrögðin eru mismunandi eftir aðstæðum og einstaklingsbundin. Streita hefur einnig verið skilgreind sem afleiðing misheppnaðs samspils á milli krafna, ógnana og breytinga í umhverfinu annars vegar og hæfni einstaklingsins til að takast á við þær hins vegar. Streita tengist þá því hvernig einstaklingur aðlagar sig nýjum og truflandi atburðum og aðstæðum.

Hagnýtar upplýsingar

Á námskeiðinu greina þátttakendur eigin streituviðbrögð og streituþol. Fyrsta skrefið við að ná tökum á streitu er að þekkja eigin streituviðbrögð og vita hversu mikið álag við þolum. Þeir sem eru ekki meðvitaðir um eigið tilfinningalegt ástand eru ekki líklegir til að geta stjórnað því. Síðan er farið í markvissar aðferðir til að stjórna og meðhöndla streitu og álagi.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er í fjarkennslu með zoom.

Efnisskrá

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Mismunandi einkenni streitu.
  • Ástæður streitu.
  • Streituþol.
  • Leiðir til að takast á við streitu.

Ávinningur:

  • Innsýn í eigin streituviðbrögð.
  • Aukin færni í að takast á við streitu og álagi.
  • Þekking á leiðum til að auka streituþol.
  • Færni til að nýta streitu á uppbyggjandi hátt.
Dagskrá

Tími: Miðvikudagurinn 23. febrúar kl. 9-12.

Kennarar

Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Kostnaður

18.000 kr.

Umsagnir um námskeið
  • Staldra við og hugsa, vera meðvituð um eigin líðan.
  • Mér finnst ég meira meðvitaður um hvað er að hrjá mig og hvernig ég á að vinna úr því.
  • Verkfæri fyrir mig að vinna með.
  • Skilja betur einkenni streitu og leiðir til að bergðast við, mjög gott að taka þetta í litlum hóp.
Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða