fbpx

Stjórnun fjölskyldufyrirtækja 6 ECTS

- Einingabær námskeið í samstarfi við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Yfirlit

Athugið að þetta námskeið er kennt á ensku. 

Fjölskyldufyrirtæki eru með elstu tegundum fyrirtækja um allan heim. Í mörgum löndum eru fjölskyldufyrirtæki meira en 70 prósent af heildarfjölda fyrirtækja og eru því framlög þeirra til efnahagslífsins og atvinnusköpunar veruleg. Samkvæmt evrópsku fjölskyldufyrirtækjastofnuninni (European Family Business Institute) eru um 75 prósent fyrirtækja á Íslandi fjölskyldufyrirtæki. Fjölskyldufyrirtæki eru allt frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum til stórra og fjölþjóðlegra fyrirtækja eins og t.d. Walmart Stores og Ford Motors í Bandaríkjunum, Fiat Group á Ítalíu, L'Oreal í Frakklandi, Samsung og Hyundai í Suður-Kóreu, BMW og Siemens í Þýskalandi og IKEA í Svíþjóð.

Hins vegar hefur það komið fram að 95 prósent fjölskyldufyrirtækja ná ekki að lifa lengur en að þriðju kynslóð. Fjölskyldufyrirtæki standa frammi fyrir miklu fleiri áskorunum en annars konar fyrirtæki vegna ýmissa árekstra þ.e.a.s. á milli fjölskyldunnar og viðskiptakerfisins. Í ljósi efnahagslegs mikilvægis fjölskyldufyrirtækja er í þessu námskeiði boðið upp á viðamikla innsýn í og þekkingu á fyrirtækjum af þessu tagi, þar á meðal:
 

  • Helstu einkenni fjölskyldufyrirtækja.
  • Stjórnunarhættir í fjölskyldufyrirtækjum.
  • Kenningar um fjölskyldufyrirtæki.
  • Arftökuáætlanir í fjölskyldufyrirtækjum.
  • Tengsl og átök í fjölskyldufyrirtækjum.
  • Samkeppnishæfni fjölskyldufyrirtækja.


 

Hæfniviðmið:

Að námskeiðinu loknu ættu nemendur að geta:

  • Lýst sameiginlegum eiginleikum og einkennum fjölskyldufyrirtækja.
  • Útskýrt og metið algeng hugtök og líkön sem notuð eru um fjölskyldufyrirtæki
  • Notað viðeigandi kenningar til að endurspegla og greina sameiginlegar áskoranir stjórnenda fjölskyldufyrirtækja.
  • Rætt og metið ýmsa stjórnunarhætti í fjölskyldufyrirtækjum.
  • Hjálpað fjölskyldufyrirtækjum að skilja betur styrk sinn og veikleika sína.
  • Aðstoða fjölskyldufyrirtæki við að hanna viðeigandi skipulag.
  • Ráðleggja fjölskyldufyrirtækjum við að undirbúa áætlanir um arftöku.
  • Hjálpa fjölskyldufyrirtækjum að byggja upp heppilegt kerfi til að hafa stjórn á fjölskyldutengslum og fjölskylduátökum.
  • Ráðleggja fjölskyldufyrirtækjum um hönnun viðeigandi áætlunar til að fyrirtækið viðhaldist og dafni milli kynslóða.

As in many graduate courses, no single textbook is specified for this course. Reading materials include a collection of research articles, book chapters, and/or cases will be posted on Canvas. These materials will be described in the syllabus before the course starts.

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa lokið B.S. eða B.A. gráðu til að fá inngöngu í þetta námskeið. 

Dagskrá

Námskeiðið hefst 9. janúar. 

Kennarar

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða