fbpx

Stjórnun og rekstur sveitarfélaga 6 ECTS

- Einingabær námskeið í samstarfi við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Yfirlit

Námskeið á meistarastigi við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri - 6 ECTS einingar

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum þekkingu á íslenska sveitarstjórnarstiginu, stjórnun, rekstur og starfsemi sveitarfélaganna. Helstu efnisþættir eru:

  • Tilgangur, hlutverk og verkefni sveitar­stjórnarstigsins og stöðu sveitarfélaganna í stjórnkerfinu.
  • Stjórnsýsla, lýðræði og stefnumótun á sveitarstjórnarstiginu.
  • Þróun sveitarstjórnarstigsins. Sameining og samvinna sveitarfélaga.
  • Löggjöf um sveitarstjórnir og sveitarfélög.
  • Rekstur og fjármál sveitarfélaga.
  • Sveitarfélög og atvinnulíf. Staðarval fyrirtækja.
  • Sveitarfélög, byggðaþróun og búferlaflutningar.
  • Samfélagsleg og landfræðileg áhrif samgangna og fjarskipta
  • Vöxtur byggða og borga.
  • Sveitarfélög á 21. öldinni. Útlit og horfur.

 

Fyrirkomulag fjarnáms

Allir fyrirlestrar eru teknir upp og aðgengilegir á kennsluvef námskeiðsins. Kennari er svo með reglulega Zoom fundi með nemendum yfir önnina sem auglýstir eru síðar. 

Efnisskrá

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

  • kunna skil á íslenska sveitarstjórnarstiginu, mismunandi uppbyggingu sveitarfélaga
  • þekkja til stjórnsýslu sveitarfélaga og geta tekist á við hana eða tekið þátt í henni óháð stærð sveitarfélags
  • kunna skil á rekstri og fjármálum sveitarfélaga, áætlanagerð, útgjöldum og tekjustofnum
  • þekkja til helstu ytri þátta í umhverfi sveitarfélaga sem þau þurfa að takast á við svo sem, byggðaþróun og samgöngumál.

 

Dagskrá

Námskeiðið hefst 9. janúar. 

Kennarar

Umsjónakennarari: Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Viðskipta- og raunvísindasvið HA.

Aðrir kennarar: Ari Karlsson lögfræðingur/ráðgjafi, Dan Jens Brynjarson sviðsstjóri hjá Akureyrarbæ, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor HA, Stefán Bjarni Gunnlaugsson prófessor HA, Vífill Karlsson dósent HA.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða