fbpx

Stjórnun og rekstur sveitarfélaga 10 ECTS

- Einingabær námskeið í samstarfi við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Yfirlit

Námskeið á meistarastigi við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri - 10 ECTS einingar

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum þekkingu á íslenska sveitarstjórnarstiginu, stjórnun, rekstur og starfsemi sveitarfélaganna. Helstu efnisþættir eru:

 • Tilgangur, hlutverk og verkefni sveitar­stjórnarstigsins og stöðu sveitarfélaganna í stjórnkerfinu.
 • Stjórnsýsla, lýðræði og stefnumótun á sveitarstjórnarstiginu.
 • Þróun sveitarstjórnarstigsins. Sameining og samvinna sveitarfélaga.
 • Löggjöf um sveitarstjórnir og sveitarfélög.
 • Rekstur og fjármál sveitarfélaga.
 • Sveitarfélög og atvinnulíf. Staðarval fyrirtækja.
 • Sveitarfélög, byggðaþróun og búferlaflutningar.
 • Samfélagsleg og landfræðileg áhrif samgangna og fjarskipta
 • Vöxtur byggða og borga.
 • Sveitarfélög á 21. öldinni. Útlit og horfur.
Fyrirkomulag fjarnáms

Allir fyrirlestrar eru teknir upp og aðgengilegir á kennsluvef námskeiðsins. Kennari er svo með reglulega Zoom fundi með nemendum yfir önnina sem auglýstir eru síðar. 

Efnisskrá

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

 • kunna skil á íslenska sveitarstjórnarstiginu, mismunandi uppbyggingu sveitarfélaga
 • þekkja til stjórnsýslu sveitarfélaga og geta tekist á við hana eða tekið þátt í henni óháð stærð sveitarfélags
 • kunna skil á rekstri og fjármálum sveitarfélaga, áætlanagerð, útgjöldum og tekjustofnum
 • þekkja til helstu ytri þátta í umhverfi sveitarfélaga sem þau þurfa að takast á við svo sem, byggðaþróun og samgöngumál.
Dagskrá

Námskeiðið hefst 9. janúar. 

Kennarar

Umsjónakennarari: Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Viðskipta- og raunvísindasvið HA.

Aðrir kennarar: Ari Karlsson lögfræðingur/ráðgjafi, Dan Jens Brynjarson sviðsstjóri hjá Akureyrarbæ, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor HA, Stefán Bjarni Gunnlaugsson prófessor HA, Vífill Karlsson dósent HA.

Upphafsdagur
Upphafsdagur04 Jan 23
Tímalengd
Verðkr 130.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða