fbpx

Þjónandi leiðtogastjórnun og Qigong lífsorka

- Stjórnun og færni

Yfirlit

Hverjum ætlað:
Stjórnendum sem vilja auka þekkingu sína á þjónandi og skapandi leiðtogastjórnun og stuðla að enn betri samskiptum, auka starfsgleði, árangur og eigin styrk. Við kynnumst einnig stuttlega áhrifamætti Qigong lífsorkuæfinga.

Það er ljóst að til að vera öruggur í starfi og fyrirtæki að lifa af samkeppni, þá þarf starfsfólk stöðugt að bæta persónulega hæfni sína. Hugarfar leiðtoga þarf að vera samofið menningu fyrirtækis /stofnunar. Í þessu námskeiði ræðum við nokkra lykilþætti í árangursríkri þjónandi leiðtogastjórnun og skapandi menningu. Þátttakendur hafa tækifæri til að leggja fram spurningar og taka þátt í umræðunni.

… leitum svara;

  • Hvað hæfni þurfa leiðtogar að styrkja sérstaklega?
  • Hvað þarf ég/við að gera til að byggja upp liðsheild leiðtoga og sigurvegara?
  • Get ég gert betur í dag en í gær?
  • Hvernig hugarfar og menning skilar árangri til framtíðar?
  • Hvar eru tækifærin?
  • Hver er mín ábyrgð minni hendi?
  • Ætla ég að vera gleðigjafi eða mengunarvaldur?
  • Hvað get ég/við gert saman til að njóta meiri gleði og árangurs?
  • Hvernig get ég minnkað líkur á langtíma veikindum og kulnun?

… og við prófum nokkrar árangursríkar heilsubætandi Qigong lífsorkuæfingar í hugleiðslu og núvitund. Aukum orku, einbeitingu og viljastyrk. Byggjum upp jákvæða lífsafstöðu.

Hagnýtar upplýsingar

Ávinningur:
• Betri skilningur og þekking til að skapa og viðhalda jákvæðum starfsanda
• Eflir jákvæðni, samkennd og samskipti
• Aukin þekking á þjónandi leiðtogastjórnun
• Hver og einn nýtur sín betur í starfi
• Meiri einbeiting og viljastyrkur
• Grunnþekking á Qigong lífsorkuæfingum og styrkjandi öndun
• Minni líkur á kvíða og kulnun 

Fyrirkomulag fjarnáms

Fimmtudagur 25. mars. kl. 13-16 í fjarkennslu á zoom.

Efnisskrá

Efnistök:
• Þjónandi og skapandi leiðtogastjórnun
• Jákvæð menning og einbeiting eykur samkeppnishæfni
• Hvernig stjórnandi byggir upp hugarfar leiðtoga 
• Að „heilbrigt“ starfsumhverfi nái til allra starfsmanna
• Þekking á Qigong lífsorkuæfingum og lífsviðhorfum bætir leiðtogaahæfni

Kennarar

Kennari: Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Hann hefur haldið fjölda námskeiða um jákvæða, þjónandi leiðtogastjórnun. Þorvaldur hefur undanfarin ár stundað Qigong lífsorkuæfingar, sótt námskeið hjá Qigong meisturum og kennt Qigong lífsorkuæfingar. (Viðtal í Fréttablaðinu https://www.frettabladid.is/lifid/grunnur-a-meiri-hamingju/  )

Umsagnir um námskeið

Mannauðsstjóri MBL, Rut Haraldsdóttir: 
Frábær fyrirlestur í alla staði.  Mikið og áhugavert námsefni sem var vel framsett og tengt vinnustaðnum og starfsmönnum hans.
Góðar Qigong æfingar sem við starfsmenn eigum örugglega eftir að nýta okkur í framtíðinni til að takast betur á við daglegt álag bæði í leik og starfi.

Meðmæli frá frú Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseta sem hefur stundað Qigong frá árinu 1994... ,,Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu".

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða