Undirbúningur fyrir háskólanám

- 100% fjarnám

Yfirlit

Undirbúningsnámskeið fyrir háskólanám er sett upp í samstarfi við Sjúkraliðafélag Íslands. 

Námskeiðið er ætlað fyrir sjúkraliða sem hafa verið lengi frá námi, og/eða telja sig vanta þessa þekkingu, en hyggjast bæta við sig háskólamenntun. 

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er í fjarnámi og verður opið í þrjár vikur frá upphafsdegi. 

Það verða tveir opnir Zoom fundir á tímabilinu.

Efnisskrá

Í námskeiðinu verður farið yfir:

  • Canvas kennslukerfið - verkefnaskil, myndbönd, samskipti
  • Uppsetning á Office fyrir háskólanema
  • Fjarnám - Hvernig er best að vinna og skipuleggja sig í fjarnámi
  • Kynning á námsráðgjöf
    •  Hvernig er hægt að nýta sér námsráðgjöf
    • Hvernig námsmaður ertu og hvernig hentar það þér í fjarnámi
  • Uppsetning á ritgerðum - finna og vinna með heimildir
Dagskrá

Námskeiðið hefst 4. nóvember.

Kennarar

Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HA. Auðbjörg er með BA próf í mannfræði, MA próf í félagsfræði og Kennsluréttindi frá HÍ. Hún er með MA próf og doktorspróf í kennslusálfræði (e. Educational psychology) frá Minnesotaháskóla.

Árný Þóra Ármannsdóttir forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar við Háskólann á Akureyri.

Rannveig Gústafsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.

Stefán Guðnason verkefnastjóri Símenntunar HA og Stjórnendanáms stjórnendafræðslunnar.

Kostnaður

10000,- kr. 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða