fbpx

Velferð, viðhorf og umhverfi

- ECTS námskeið

Yfirlit

Námskeiðið er ætlað iðjuþjálfum og öðrum fagstéttum á heilbrigðisvísindasviði.

Námskeiðið er 6 ECTS einingar á BS stigi í samstarfi við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist greinagóða þekkingu og skilning á samspili velferðar og umhverfis í víðum skilningi. Fjallað er um mismunandi sjónarhorn á færni, fötlun og heilsu með áherslu á margbreytileika, ólíka menningu, gildi, viðhorf og fordóma. Nemendur læra um hlutverk stjórnsýslu og ábyrgð hennar á málefnum er tengjast aðgengi og algildri hönnun og rýna í helstu sáttmála, samninga og yfirlýsingar sem snúa að mannréttindum og velferð. Skoðuð er dreifing heilbrigðis og velferðar út frá félagslegri stöðu ólíkra samfélagshópa og rýnt í helstu ástæður hennar. Einnig er rýnt í siðfræði heilbrigðisstétta og ýmis siðferðisleg álitamál í heilbrigðisþjónustu.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið fer fram í gegnum kennslukerfið Canvas og með umræðufundum í gegnum netið. Nemendur hafa aðgang að upptökum af fyrirlestrum kennara inni á kennslukerfinu Canvas.
Þátttaka í námskeiðinu er því óháð staðsetningu.

Nemendur og kennari hittast þrisvar sinnum yfir þriggja mánaða tímabil á umræðufundum í gegnum netið.

Tímasetning umræðufunda: 
19. mars
2. apríl
16. apríl
 

Nemendur hafa óheft aðgengi að kennara á meðan á námskeiðinu stendur. 

 

Efnisskrá

EFNISSKRÁ

Að námskeiði loknu skal nemandi:

· Geta gert grein fyrir helstu samningum, sáttmálum og yfirlýsingum um mannréttindi og velferð,

· geta lýst og borið saman helstu líkön um færni, fötlun og heilsu,

· geta útskýrt helstu ástæður félagslegrar dreifingar heilbrigðis og velferðar,

· geta fjallað á gagnrýnan hátt um helstu úrlausnarefni er varða siðfræði heilbrigðisstétta,

· geta gert grein fyrir menningarhæfni og hvernig hún tengist hugmyndum og sjónarmiðum í velferðarþjónustu.

 

 

Nemendur skila þremur 30% verkefnum yfir önnina og gildir þátttaka í umræðutímum 10%. Nemendur geta valið um að taka námskeiðið án eininga og er þá ekki gerð krafa um verkefnaskil.

Kennarar

Linda Björk Ólafsdóttir, aðjúnkt við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri og doktorsnemi í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Kostnaður

Verð: 75.000kr. 

 

UPPHAFSDAGUR

5. mars 2020

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða