fbpx

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun

- Nám með starfi

Yfirlit

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er fjölbreytt nám sem ætlað er þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína.

Námsbrautin Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er þróuð af Nordica ráðgjöf ehf. en að henni standa þeir dr. Helgi Þór Ingason, vélaverkfræðingur og dósent og dr. Haukur Ingi Jónasson, cand. theol., S.T.M., C.P.E., sálgreinir og lektor en þeir eru einhverjir reyndustu stjórnendaþjálfarar landsins.

Fyrir hverja?

 • Námið er ætlað áhugasömu og dugmiklu fólk sem hefur vilja til að efla færni sína í starfi og leik. Í náminu kynnast þátttakendur nýjum hugmyndum og áhugaverðu fólki.
 • Það gagnast ekki síst millistjórnendum og stjórnendum innan félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana.
 • Námið gagnast í reynd öllum sem hafa getu, metnað og vilja til að sinna því.
Efnisskrá

Um námið:

 • Námið byggir á að efla fjóra megin færniþætti nemenda: Stefnumótunarfærni, leiðtoga­færni, skipulagsfærni og samskiptafærni. Upplýsingar um hvert námskeið hér
 • Námið spannar tvö misseri; unnið er með færniþættina yfir allan náms­tímann og áhersla er á að kenna nemendum hagnýtar aðferðir og þjálfa þá í notkun þeirra. Mikill hluti námsreynslunnar á sér stað í kennslustofunni í fjölbreyttri vinnu og skemmtilegu samstarfi. Hvert námskeið er 36 klst./52 kennslustundir auk heimanáms og hópavinnu. Námið er ígildi 24 ECTS einingum.
 • Námið er kennt á grunni kennslubóka á íslensku eftir kennara námsins, um fyrrgreinda færniþætti, sem JPV útgáfa gefur út. Kennsluaðferðir eru fjölþættar og til að mynda er beitt tilfellagreiningum (e. case-studies), hlutverkaleikjum, sýnd eru myndbönd, haldnir fyrirlestrar, hvatt til samræðu, unnið að raunhæfum verkefnum, auk þess sem sérstakar Facebook og moodle-síður tilheyra náminu.
 • Kennslufyrirkomulag er þannig að nemendur koma til vinnu í Háskólanum á Akureyri- Sólborg í tvær kennsluvikur á hvoru misseri. Kennsluvikurnar eru með nokkurra vikna millibili og á þeim tíma er nemendum ætlað að vinna að verkefnum.
 • Í lok náms þreyta nemendur próf sem veitir þeim alþjóðlega IPMA vottun samkvæmt stigi D sem er staðfesting áþekkingu á sviði aðferðafræði verkefnastjórnunar.
 • Þátttökukostnaður í náminu er ISK 695,000.- Innifalið er öll kennsla, umsýsla, aðgengi að Facebook-síðum námsins, bækurnar Leiðtogafærni, Samskiptafærni, Stefnumótunarfærni og Skipulagsfærni auk ítarefnis, hádegisverður þá daga sem kennsla er og útskrift. Staðfestingagjald 10% af námsgjaldi greiðist fyrir 1. ágúst. Semja má um raðgreiðslur til allt að 36 mánaða áður en nám hefst.
 • Námið er lánshæft fyrir skólagjöldum hjá Framtíðinni námslánasjóð
Dagskrá

Staðarlotur í Háskólanum á Akureyri:

Lota 1: 14 -18 september, 2020
Lota 2: 16 -19 nóvember, 2020
Lota 3: 1 - 5 febrúar, 2021
Lota 4: 15 -18. mars, 2021

Kennarar

Dr. Helgi Þór Ingason, vélaverkfræðingur og dósent 

Dr. Haukur Ingi Jónasson, cand. theol., S.T.M., C.P.E., sálgreinir og lektor

Kostnaður

 695.000 kr.

Umsagnir um námskeið

Nokkrar umsagnir þátttakenda um námið á Akureyri:

 • Frábært nám sem nýtist bæði í starfi og einkalífi. Þeir Haukur og Helgi koma sínu efni svo vel á framfæri, á einfaldan hátt, og geta alltaf staðið við það sem þeir segja. Þetta nám mun nýtast mér um ókomna tíð.

 • Námið er skemmtilegt, áhugavert og mjög fræðandi. Það eflir mann sem einstakling, atvinnurekanda, launþega og almennt þátttakanda í verkefnum og samfélaginu

 • Námið er góð blanda af huglægu og hlutlægu 

 • Frábært nám í alla staði. Vel að öllu staðið hjá Símenntun HA og kennslan og öll gögn mjög góð. Ég gat strax hagnýtt mér margt úr náminu og það kemur til með að nýtast mér í áframhaldandi starfi og ekki síður persónulegu tilliti. Mæli hiklaust merð vogl!

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða