Verkefnaumsjón og Microsoft 365

- Sumarskóli

Yfirlit

Tilgangur námskeiðsins er að kynna nemendum verkefnaumsjón með Microsoft 365 verkfærum.

Microsoft lausnir verðar kynntar og farið nánar í notkun þeirra og þá sérstaklega í nýtni þeirra við verkefnaumsjón. Farið verður í aðferðir til að undirbúa, stýra og fylgja eftir fundum (fjar og í raunheimum) með markvissum hætti með notkun Microsoft lausna. Bæði með notkun Office 365 og Outlook, fjarvinnuumhverfinu Microsoft Teams ásamt fundaviðbótinni Decisions

Námskeiðið hentar vel verkefnastjórum, stjórnendum og þeim sem nýta Microsoft lausnir við framvindu vinnu sinnar. Auk þess hentar námskeiðið núverandi og verðandi háskólanemum þar sem flestir háskólar á Íslandi notast við lausnir frá Microsoft.

 

Hagnýtar upplýsingar

Að námskeiði loknu hafa nemendur öðlast þekkingu og leikni í að halda utan um verkefni og gögn tengd fundum og verkefnum á aðgengilegum stað með Microsoft lausnum þar sem allir fundarmenn geta nálgast upplýsingar og unnið saman í gögnum. Notkun á hugtökum Microsoft Teams umhverfisins s.s. teymi, rásir og notkun ýmissa undirkerfa svo sem Planner. Ásamt færni og kunnáttu í stjórnun fjarfunda sem nýtist einnig við að stýra fundum almennt með árangursríkum hætti.  

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið skiptist í þrjá meginþætti sem hverjir tengjast öðrum.

 • Fyrsti hluti fjallar um notkunarmöguleika Outlook og OneDrive í Office 365 umhverfi.
 • Í öðrum hluta er fjallað um virkni Microsoft Teams umhverfisins.
 • Í þriðja hluta verður farið í fundarviðbótina Decisions og samspil hennar við Microsoft Teams ásamt öðrum smáforritum innan Microsoft 365.

Námskeiðið er byggt þannig upp að nemendur fá fræðslu og svo eru unnin verkefni þar sem nemendur tengja saman þekkingu og leikni í hvernig verkfærið er notað með aðstoð raunverkefna. Kennt er í gegnum Teams – gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda (prufufundir)

 

Efnisskrá

Fyrsti þáttur

 • Boðun funda (Outlook), skipulag, samantekt og birting
 • Fundastjórn og bestu venjur í framkvæmd fjarfunda.
 • Ritun fundagerða og verkefnalista.
 • Frágangur og miðlun upplýsinga til þátttakenda á fundi.
 • Notkun Onedrive, Office Lens og OneNote
 • Notkun Outlook í snjalltækjum (Android og IOS).

Annar þáttur

 • Grunnþekking á uppbyggingu teyma (Teams), rása (Channels), skráageymslu og verkefnalista (Files, Planner) í Microsoft Teams.
 • Boðun funda (Teams/Channels), skipulag dagskrár, samantekt og birting efnis.
 • Ritun fundagerða og verkefnalista í Microsoft Teams og Planner.
 • Frágangur og miðlun upplýsinga til þátttakenda á fundi.
 • Notkun Office Delve og Sway,

Þriðji þáttur

 • Uppsetning og notkun Decisions viðbótarinnar (App).
 • Boðun funda (Teams/Channels), skipulag dagskrár, samantekt og birting efnis, notkun sniðmáta í undirbúningi staðlaðra funda.
 • Fundastjórn og bestu venjur í framkvæmd fjarfunda, skráning athugasemda, minnispunkta, verkefna og ákvarðana. Kosningar á fundum.
 • Ritun fundagerða og verkefnalista í Decisions/Planner.
 • Frágangur og miðlun upplýsinga til þátttakenda á fundi, fundargerðir og fundabækur t.d. til vistunar í skjalakerfum.
 • Notkun MyAnalytics
Dagskrá

Námskeiðið er 12-15 klst og hefst mánudaginn 10. ágúst og stendur yfir í tvær vikur.

Nemendur geta mætt á fjarfundi sem verða þrír á meðan á námskeiði stendur. Ef nemendur komast ekki á fjarfundi þá er alltaf hægt að nálgast upptöku af fundunum og allt námsefnið inná Teams.

Kennarar

Tryggvi R. Jónsson, Ráðgjafi í stjórnun upplýsingatækni og upplýsingaöryggi.
Tryggvi er með BA próf í sálfræði og MA próf í  mannauðsstjórnun frá HÍ ásamt kennsluréttindadiplómu frá HA

Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HA.
Auðbjörg er með BA próf í mannfræði, MA próf í félagsfræði og Kennsluréttindi frá HÍ. Hún er með MA próf og doktorspróf í kennslusálfræði (e. Educational psychology) frá Minnesotaháskóla.

Kostnaður

Skráningargjald er kr. 3000.- sem greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.

Nemendur sem eru innritaðir á vormisseri 2020 við HA þurfa ekki að greiða skráningargjald.
Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða