fbpx

Verktaki eða launþegi

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Á námskeiðinu verður fjallað um muninn á verktaka- og launþegasambandi einkum og sér í lagi hvort menn hafi frjálst val um það hvernig þeir gera sig út svo og hvaða afleiðingar það hefur fyrir þá persónulega og fyrirtækið sem þeir vinna hjá ef skattyfirvöld endurskilgreina stöðu þeirra sem verktaka eða launþega.

Námskeiðið er ætlað verktökum, endurskoðendum, bókurum, starfsfólki stéttarfélaga og fyrirtækja.

FLE ein.: 3 Skatta- og félagaréttur.
FVB ein.: 4,5

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er í boði í fjarkennslu með zoom.

Efnisskrá

Fjallað um:

• skilgreiningu hugtaksins atvinnurekandi
• verktöku og hver munurinn er á milli hennar og hefðbundins launþegasambands við skattlagningu
• nauðsyn þess að þekkja muninn á atvinnurekanda og launþega
• skápalán og hvernig það nýtist við að afmarka atvinnurekstur
• afmörkun atvinnurekstrar hvað við kemur launþegasambandi
• afmörkun atvinnurekstrar hvað við kemur tómstundastarfsemi
• skattalegar afleiðingar af rangri tilgreiningu starfa

Dagskrá

Tími: Fim. 12. mars kl. 13-16.

Kennarar

Ásmundur G. Vilhjálmsson lögmaður hjá SkattVís slf., skattaráðgjöf og fræðslu og aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ásmundur er með framhaldsnám í lögfræði meðal annars í einstaklingsskattarétti, fyrirtækjaskattarétti og alþjóðlegum skattarétti.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða