fbpx

VSM0156 – Vísindasmiðja

- ECTS námskeið

Yfirlit

Námskeið er 6 ECTS einingar og forkröfur eru stúdentspróf. Námskeiðið tilheyrir kennarafræðum til B,ed. gráðu.

Efnisskrá

Námskeiðslýsing:
Viðfangsefni þessa námskeiðs eru tengsl náttúruvísinda, stærðfræði og skapandi starfs. Fjallað er um hvernig nota má kubba á borð við einingakubba til að styrkja bæði stærðfræði og skapandi þætti starfsins og tengja nálægu umhverfi. Kenningar um hugmyndir barna um stærðfræði eru kynntar. Farið er í ýmis hugtök eðlisfræðinnar og hvernig hægt er að vinna með þau með yngri börnum. Möguleikum endurnýtanlegs efniviðar í skólastarfi er gefinn sérstakur gaumur. Jafnframt eru tengsl tækni og skapandi starfs skoðuð og farið er í hvernig tölvan og tölvuforrit geta nýst sem hluti af skapandi starfi. Í námskeiðinu vinna nemendur verkefni á vettvangi.

Hæfniviðmið:
Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

  • geta samþætt í gegnum skapandi starf mismunandi námsþætti og námssvið,
  • kunna skil á hvernig stærðfræðileg hugsun þroskast hjá börnum,
  • geta skipulagt skapandi starf með það að markmiði að þar sé sérstaklega verið að huga að náttúruvísindum og stærðfræði,
  • geta nýtt ýmis tæki, s.s. tölvur, myndavélar, myndbandstæki og myndvarpa, með börnum í skólastarfi.

Námsefni: Edward P. Clapp, Jessica Ross, Jennifer O. Ryan, Shari Tishman: Maker-Centered Learning: Empowering Young People to Shape Their Worlds, Jossey-Bass; 1 edition 2016.

Námsmat: Verkefni. Einnig er hægt að ljúka námskeiðinu án eininga með staðfestri þátttöku.

Dagskrá

Kennslulotur: 

14. jan. kl.8:10-11:40
16. jan. kl. 13:30-17:55
17. jan. 8:10-15:10
2. mars kl. 9:05-11:40
5. mars kl. 12:35-17:00
6. mars kl. 8:10-12.30
 

Kennarar

Kristín Dýrfjörð dósent kennaradeild og Eydís Einarsdóttir verkefnastjóri vettvangsnáms og æfingakennslu.

Kostnaður

 Verð: 55.000 kr.
 Umsóknafrestur: Til 9. janúar Takmarkaður fjöldi.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða