Yngstu börnin í leikskólanum

- ECTS námskeið

Yfirlit

 - Námskeið, 5 ECTS ein, á framhaldsstigi í samstarfi við kennaradeild

Forkröfur: Grunnnám úr háskóla.

Umsóknafrestur: Til 15. desember. Örfá pláss laus.

 

Efnisskrá

Námskeiðslýsing:

Viðfangsefni námskeiðs eru yngstu börn leikskólans með áherslu á aldurinn 0–3 ára. Fjallað er um nýjar rannsóknir er varða yngstu börnin, sérstaklega er hugað að rannsóknum um heilann og rannsóknum um tengsl umönnunar og tengslamyndunar. Kenningar og rannsóknir er tengjast fyrstu 1000 dögunum eru skoðaðar. Þroski og þarfir yngstu barnanna í leikskólanum eru til umfjöllunar. Dagskipulag og  skapandi starf með yngstu börnunum er sérstaklega skoðað. Nemendur fá innsýn í hvernig skipuleggja má leikskólastarf 0–3 ára barna á öllum námssviðum leikskóla þar sem áhersla er lögð á samþættingu og alhliða þroska.

Hæfniviðmið:

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

  • þekkja rannsóknir á heila og kenningar um tengslamyndun og geta nýtt sér þær við skipulag starfs með yngstu börnunum,
  • geta rökstutt mikilvægi umönnunar í starfi með yngstu börnunum og hvernig best er að hátta henni til,
  • geta skipulagt örvandi og fjölbreytt námsumhverfi fyrir 0–3 ára börn,
  • geta skipulagt starf 0–3 ára barna þar sem öllum námssviðum leikskóla eru gerð skil.

Lesefni:  Mary Jane Maguire-Fong: Teaching and Learning with Infants and Toddlers Where Meaning-Making Begins, Teachers College Press 2014. Ann Lewin-benham: Infants and Toddlers at Work: Using Reggio-Inspired Materials to Support Brain Development, Teachers College 2010.

Námsmat:  Verkefni. Einnig má ljúka námskeiðinu með án eininga staðfestri þátttöku.

Kennarar

Umsjónarkennari: Kristín Dýrfjörð dósent kennaradeild dyr@unak.is

Planning

Kennslulotur:

  • Fös 25.jan kl 8:10-12:30
  • Mið 27.feb 8:10-12:30
  • Fös 12.apr 8:10-12:30
Kostnaður

Verð: 45.000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða