Zoom – verkfæri og möguleikar

- 100% fjarnám

Yfirlit

Markmið námskeiðsins er að gera starfsmönnum kleift að nýta Zoom sem best og veita þeim öryggi í notkun þess í vinnu sinni.

Á námskeiðinu verða möguleikar Zoom skoðaðir og hvernig hægt er að nota það til að miðla þekkingu og þjónustu til viðskiptavina og starfsmanna.
Þátttakendur fá að spreyta sig á notkun Zoom, eins og hægt er, og kynnt verða þau verkfæri sem Zoom færir starfsmönnum í fjarvinnu.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið verður kennt í gegnum Zoom og fólk mætir á ákveðnum tíma í tölvunni til að taka þátt – tímar verða ekki teknir upp eða gerðir aðgengilegir eftirá.
Eingöngu verður notast við Zoom en glærur verða svo sendar í tölvupósti á alla þátttakendur.

Efnisskrá

Mikil áhersla er lögð á þátttöku allra í umræðum og fer kennslan fram með stuttum innlögnum frá kennara og umræðum þátttakenda.

Á námskeiðinu vera möguleikar Zoom skoðaðir og hvernig hægt er að nota það til að miðla þekkingu og þjónustu til viðskiptavina og starfsmanna. Þátttakendur fá að spreyta sig á notkun Zoom, eins og hægt er, og kynnt verða þau verkfæri sem Zoom færir starfsmönnum í fjarvinnu.

Dagskrá

Tími: Þri. 29. sept. kl. 13-14:30.

Kennarar

Ingibjörg Þórðardóttir, félagsráðgjafi MA með starfsleyfi landlæknis til fjarheilbrigðisþjónstu og reksturs starfsstofu. Lauk diploma námi í ráðgjöf og meðferð í fjarþjónustu frá Bretlandi 2018 (online counselling and psychotherapy) og starfsréttindanámi í félagsráðgjöf 2007, MA prófi í félagsráðgjöf 2014 og hefur verið sjálfstætt starfandi frá árinu 2013. Rekur félagsráðgjafastofuna Hugerkki – ráðgjöf og fræðsla, þar sem meðal annars er boðið upp á samtalsmeðferð og alla almenna félagsráðgjöf auk ýmis konar námskeiðahalds. Hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra. Hefur einnig umtalsverða reynslu af meðferðarvinnu í fjarþjónustu og kennslu fagaðila á því sviði.

Kostnaður

Verð: 8000 kr.

Upphafsdagur
Upphafsdagur29 Sep 20
TímalengdSímenntun
Verðkr 8.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða