Útskrift: Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun

Símenntun útskrifaði sjöunda hópinn, úr námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, í Reykjavík föstudaginn 17. maí. Það var 21 nemandi sem stundaði námið síðastliðinn vetur og voru nemendur víða að af landinu. Dagrún Hálfdánardóttir tók að sér að tala fyrir hönd hópsins og virkjaði fleiri nemendur með sér sem tóku saman myndasyrpu frá vetrinum. Útskriftin fór að þessu sinni fram á heimili kennarans Helga Þórs og konu hans Margrétar þar sem boðið var upp á léttar veitingar, píanóleik og myndasýningu.
Símenntun þakkar hópnum ánægjulega samfylgd í vetur og býður nýjan hóp velkominn í haust.